„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:22 Kristrún ávarpar flokkstjórnarfund í morgun, með nýtt merki Samfylkingarinnar í bakgrunni. Baldur Kristjánsson Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18
Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði