Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 12:08 Alex Bialiatski er sextíu ára gamall. Hann hefur setið inn í 21 mánuð en var dæmdur í tíu ára fangelsi í morgun. Viasna Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023 Hvíta-Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023
Hvíta-Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira