Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 18:05 Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875. Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. Þetta kemur fram í færslu sem birtist nú síðdegis á Facebook síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá, sem fylgst hefur með vatninu undanfarnar vikur. Þar segir að í síðustu viku hafi teymi á vegum rannsóknarstofunnar fengið að fara með áhöfn TF Gnár í æfingaflug yfir vatnið. „Með í för var hitamyndavél af FLIR gerð sem er stöðluð fyrir mælingar í náttúrunni. Við úrvinnslu mælinga kom í ljós að mestur er hitastraumurinn við Mývetningahraun, þar mældist hiti yfir 28°C næst hrauninu [...] og teygja hitastraumarnir sig út í vatnið. Frá Mývetningahrauni var síðan flogið með strönd vatnsins rangsælis. Mælingar sýna klár hitafrávik í vatnsborðinu frá Mývetningahrauni, eftir suðurströnd vatnsins og allt að Bátshrauni. Norður strönd vatnsins er hinsvegar „köld“. Daginn sem við flugum yfir var lagnaðarís við austurströnd vatnsins, en allur upp brotinn,“ segir í færslunni. Þá segir að Landsat, gervihnöttur á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, hafi flogið reglulega yfir. Á mánudag hafi skilyrði verið einkar góð, og hitagreining sýnt fram á að vatnið hitni jafnt og þétt. „Á þessari greiningu sjáum við að stór hluti yfirborðsvatnsins er komin yfir 2°C (sem telst nokkuð hátt við vetrar aðstæður). Jafnframt sjáum við að hita streymið kemur frá Mývetningarhrauni fyrst og fremst (2°c jafnhitalína liggur upp að landinu þar) sem er í samræmi við mælingarnar sem gerðar voru með TF Gná á mánudag 20. febrúar.“ Þessar greiningar styðji við að jarðhiti hafi aukist verulega í og við Öskjuvatn í liðnum mánuði og ísinn svarað með því að gefa eftir. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem birtist nú síðdegis á Facebook síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá, sem fylgst hefur með vatninu undanfarnar vikur. Þar segir að í síðustu viku hafi teymi á vegum rannsóknarstofunnar fengið að fara með áhöfn TF Gnár í æfingaflug yfir vatnið. „Með í för var hitamyndavél af FLIR gerð sem er stöðluð fyrir mælingar í náttúrunni. Við úrvinnslu mælinga kom í ljós að mestur er hitastraumurinn við Mývetningahraun, þar mældist hiti yfir 28°C næst hrauninu [...] og teygja hitastraumarnir sig út í vatnið. Frá Mývetningahrauni var síðan flogið með strönd vatnsins rangsælis. Mælingar sýna klár hitafrávik í vatnsborðinu frá Mývetningahrauni, eftir suðurströnd vatnsins og allt að Bátshrauni. Norður strönd vatnsins er hinsvegar „köld“. Daginn sem við flugum yfir var lagnaðarís við austurströnd vatnsins, en allur upp brotinn,“ segir í færslunni. Þá segir að Landsat, gervihnöttur á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, hafi flogið reglulega yfir. Á mánudag hafi skilyrði verið einkar góð, og hitagreining sýnt fram á að vatnið hitni jafnt og þétt. „Á þessari greiningu sjáum við að stór hluti yfirborðsvatnsins er komin yfir 2°C (sem telst nokkuð hátt við vetrar aðstæður). Jafnframt sjáum við að hita streymið kemur frá Mývetningarhrauni fyrst og fremst (2°c jafnhitalína liggur upp að landinu þar) sem er í samræmi við mælingarnar sem gerðar voru með TF Gná á mánudag 20. febrúar.“ Þessar greiningar styðji við að jarðhiti hafi aukist verulega í og við Öskjuvatn í liðnum mánuði og ísinn svarað með því að gefa eftir.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira