Breyta álversbyggingu í Helguvík í „grænan iðngarð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 09:08 Framkvæmdir við byggingu álversins hófst árið 2008 en stöðvaðar ári síðar. Þeim var svo hætt, meðal annars vegna óvissu um raforku. Reykjanesklasinn Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. Frá þessu segir í tilkynningu. Húsnæðið sem um ræðir er 25 þúsund fermetra að stærð að grunnfleti og hefur staðið autt um árabil. Ætlunin sé að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Fram kemur að græni iðngarðurinn sé staðsettur í nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni í Helguvík og Leifsstöð. Húsnæði Græna iðngarðsins bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt sé að skipta upp í misstórar einingar sem henti hverju verkefni. Enska heiti Græna iðngarðsins verður Iceland Eco-Business Park, en stofnendur Reykjanesklasans eru þeir Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sameiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, samlegðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávarklasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum. Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku. Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrirtækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að þvi að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja að byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Reykjanesbær Suðurnesjabær Áliðnaður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu. Húsnæðið sem um ræðir er 25 þúsund fermetra að stærð að grunnfleti og hefur staðið autt um árabil. Ætlunin sé að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Fram kemur að græni iðngarðurinn sé staðsettur í nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni í Helguvík og Leifsstöð. Húsnæði Græna iðngarðsins bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt sé að skipta upp í misstórar einingar sem henti hverju verkefni. Enska heiti Græna iðngarðsins verður Iceland Eco-Business Park, en stofnendur Reykjanesklasans eru þeir Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sameiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, samlegðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávarklasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum. Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku. Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrirtækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að þvi að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja að byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Reykjanesbær Suðurnesjabær Áliðnaður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira