Messi og Putellas valin best Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:01 Þessi þekkja fátt annað en að lyfta verðlaunagripum. Marcio Machado//Getty Images Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Fótbolti FIFA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
Fótbolti FIFA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira