Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 15:06 Óeirðarseggir kveiktu í bílum og húsum í Huwara og einn var skotinn til bana. AP/Majdi Mohammed Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg. Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn. Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn.
Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira