Darri Freyr segir Ísland eiga 25 prósent möguleika gegn Georgíu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 08:00 Darri Freyr Atlason er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport og sést hér á góðri stundu ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni á leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Ísland mætir Georgíu á útivelli á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í haust. Darri Freyr Atlason sérfræðingur Stöð 2 Sport segir möguleika á sigri Íslands vera til staðar. Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira