Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lengi eldað grátt silfur saman með varaformanninum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot
Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira