Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Gunnar Smári Egilsson er ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar. Hann var áður útgefandi Fréttablaðsins og ritstjóri Fréttatímans auk þess sem hann stóð um tíma fyrir blaðaútgáfu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum