Gulum viðvörunum fjölgar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 12:59 Búast má við talsverðri snjókomu og roki á höfuðborgarsvæðinu dag, sem og víðar. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar. Nokkuð djúp lægð gengur inn á landið sunnanvert í dag og fer síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Suðausturlandi og klukkan 21 á Austfjörðum. Svo virðist sem lægðin ætli að hafa áhrif vestar á landinu og Veðurstofan hefur bætt í fjölda gulra viðvarana. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 20 í kvöld. Þar er norðvestan hvassviðri með vindhraða á bilinu fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, norðantil í fyrstu, en síðar á öllu svæðinu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 21. Á Miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 í kvöld og gildir allt til klukkan 07 í fyrramálið. Þar verður vestan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35 til 40 metrum á sekúndu. Einnig má búast við talsverðri snjókomu með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Versnandi akstursskilyrði og slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám Veður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Sjá meira
Nokkuð djúp lægð gengur inn á landið sunnanvert í dag og fer síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Suðausturlandi og klukkan 21 á Austfjörðum. Svo virðist sem lægðin ætli að hafa áhrif vestar á landinu og Veðurstofan hefur bætt í fjölda gulra viðvarana. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 20 í kvöld. Þar er norðvestan hvassviðri með vindhraða á bilinu fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, norðantil í fyrstu, en síðar á öllu svæðinu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 21. Á Miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 í kvöld og gildir allt til klukkan 07 í fyrramálið. Þar verður vestan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35 til 40 metrum á sekúndu. Einnig má búast við talsverðri snjókomu með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Versnandi akstursskilyrði og slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám
Veður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Sjá meira