Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:54 Litlu munaði að flugvél United hrapaði í Kyrrahaf í desembermánuði. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira