Nú er nóg komið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu. Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega. Áróðursvélar Eflingar hamast linnulaust - bæði nafnlaust og undir nafni - við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu þar sem ekki er hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra lægst launuðu. Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki. Nái fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar fram að ganga, þá líður ekki á löngu, þar til ferðaþjónusta á öllu landinu lamast. Ferðaþjónusta byggir á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja, sem starfa í nokkurs konar keðju - ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís. Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast? Verkföll eru skilgreind sem ein af höfuðógunum ferðaþjónustu - við hliðina á náttúrhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu. Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega. Áróðursvélar Eflingar hamast linnulaust - bæði nafnlaust og undir nafni - við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu þar sem ekki er hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra lægst launuðu. Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki. Nái fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar fram að ganga, þá líður ekki á löngu, þar til ferðaþjónusta á öllu landinu lamast. Ferðaþjónusta byggir á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja, sem starfa í nokkurs konar keðju - ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís. Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast? Verkföll eru skilgreind sem ein af höfuðógunum ferðaþjónustu - við hliðina á náttúrhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar