Þýski handboltinn: Gísli Þorgeir frábær og sigur hjá Arnóri Þór í Íslendingaslag Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 16:45 Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg þegar liðið vann góðan sigur á Lemgo í þýska handboltanum. Þá voru þrír Íslendingar í eldlínunni í sannkölluðum Íslendingaslag. Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri. Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri.
Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira