Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2023 10:33 Frá löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í vikunni. Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum. Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum.
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42