Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Pep stendur þétt við bakið á sínu fólki. Matt McNulty/Getty Images Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira