„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 06:23 Bjarni skýtur fast á Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Vísir/Egill Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent