„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 20:15 Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga. Vísir/Sigurjón Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. „Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum. Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
„Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira