Markahæsti leikmaður Liverpool eftir HM spilar í vörninni hjá Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Wout Faes er sá eini sem hefur skorað meira en tvö mörk fyrir Liverpool í sex deildarleikjum eftir HM og vandamálið er að hann spilar fyrir Leicester City. Getty/Visionhaus Liverpool liðið er óþekkjanlegt þessa dagana og fyrir vikið eru lærisveinar Jürgen Klopp dottnir niður í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira