Markahæsti leikmaður Liverpool eftir HM spilar í vörninni hjá Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Wout Faes er sá eini sem hefur skorað meira en tvö mörk fyrir Liverpool í sex deildarleikjum eftir HM og vandamálið er að hann spilar fyrir Leicester City. Getty/Visionhaus Liverpool liðið er óþekkjanlegt þessa dagana og fyrir vikið eru lærisveinar Jürgen Klopp dottnir niður í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira