Gríðarlegur missir af Söru: „Hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 13:48 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur kvatt íslenska landsliðið eftir að hafa spilað fyrir hönd Íslands í fimmtán ár og sett leikjamet. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig í dag um þá ákvörðun Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi, að hætta að spila fyrir íslenska landsliðið. Hann sagðist sýna ákvörðuninni skilning. Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Sjá meira
Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Sjá meira
Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11
„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31
Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25