Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 13:11 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM síðasta sumar. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir snýr aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. Karólína Lea fékk tíma til að vinna sig út úr sínum meiðslum en þýska liðið Bayern München ákvað að passa upp á hana eftir EM í fyrra. Hún er byrjuð að æfa með þýska liðinu og snýr nú aftur í landsliðið sem eru miklar gleðifréttir. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er líka hjá Bayern, snýr líka aftur í landsliðið eftir að hafa meiðst á æfingu landsliðsins á Evrópumótinu í fyrra. Einn nýliði er í hópnum, en það er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir framherji Þróttar R. Ólöf Sigríður skoraði 4 mörk í 8 leikjum með Þrótti í Bestu deildinni í fyrra og hefur skorað 18 mörk í 39 leikjum í efstu deild fyrir tvítugt. Hún hefur enn fremur skorað 11 mörk í 24 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Ólöf hefur verið í miklum ham í Reykjavíkurmótinu í árbyrjun og er með tíu mörk í aðeins þremur leikjum þar. Hafrún Rakel Halldórsdóttir er líka að snúa aftur í landsliðið eftir meiðsli. Bæði Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru líka í hópnum en Þorsteinn var gagnrýndur fyrir að velja þær ekki á síðasta ári. Á Pinatar æfingamótinu mæta íslensku stelpurnar Skotlandi, Wales og Filippseyjum og verða allir leikirnir sýndir í beinu streymi á KSÍ TV. Hópur A kvenna sem keppir á Pinatar Cup 15.-21. febrúar næstkomandi. Our squad for the Pinatar Cup 2023.#dottir pic.twitter.com/Yzx0C6gfB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 3, 2023 Hópurinn Markmenn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur Varnarmenn Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 108 leikir, 8 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 49 leikir Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 22 leikir, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 22 leikir, 8 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk Sóknarmenn Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham FC - 42 leikir, 2 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 20 leikir, 3 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R. Berglind Björg Þorvaldsdóttir - PSG - 69 leikir, 12 mörk Leikir Íslands á mótinu: Ísland - Skotland 15. febrúar kl. 14:00 á KSÍ TV Ísland - Wales 18. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV Ísland - Filippseyjar 21. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir snýr aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. Karólína Lea fékk tíma til að vinna sig út úr sínum meiðslum en þýska liðið Bayern München ákvað að passa upp á hana eftir EM í fyrra. Hún er byrjuð að æfa með þýska liðinu og snýr nú aftur í landsliðið sem eru miklar gleðifréttir. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er líka hjá Bayern, snýr líka aftur í landsliðið eftir að hafa meiðst á æfingu landsliðsins á Evrópumótinu í fyrra. Einn nýliði er í hópnum, en það er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir framherji Þróttar R. Ólöf Sigríður skoraði 4 mörk í 8 leikjum með Þrótti í Bestu deildinni í fyrra og hefur skorað 18 mörk í 39 leikjum í efstu deild fyrir tvítugt. Hún hefur enn fremur skorað 11 mörk í 24 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Ólöf hefur verið í miklum ham í Reykjavíkurmótinu í árbyrjun og er með tíu mörk í aðeins þremur leikjum þar. Hafrún Rakel Halldórsdóttir er líka að snúa aftur í landsliðið eftir meiðsli. Bæði Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru líka í hópnum en Þorsteinn var gagnrýndur fyrir að velja þær ekki á síðasta ári. Á Pinatar æfingamótinu mæta íslensku stelpurnar Skotlandi, Wales og Filippseyjum og verða allir leikirnir sýndir í beinu streymi á KSÍ TV. Hópur A kvenna sem keppir á Pinatar Cup 15.-21. febrúar næstkomandi. Our squad for the Pinatar Cup 2023.#dottir pic.twitter.com/Yzx0C6gfB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 3, 2023 Hópurinn Markmenn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur Varnarmenn Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 108 leikir, 8 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 49 leikir Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 22 leikir, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 22 leikir, 8 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk Sóknarmenn Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham FC - 42 leikir, 2 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 20 leikir, 3 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R. Berglind Björg Þorvaldsdóttir - PSG - 69 leikir, 12 mörk Leikir Íslands á mótinu: Ísland - Skotland 15. febrúar kl. 14:00 á KSÍ TV Ísland - Wales 18. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV Ísland - Filippseyjar 21. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV
Hópurinn Markmenn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur Varnarmenn Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 108 leikir, 8 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 49 leikir Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 22 leikir, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 22 leikir, 8 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk Sóknarmenn Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham FC - 42 leikir, 2 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 20 leikir, 3 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R. Berglind Björg Þorvaldsdóttir - PSG - 69 leikir, 12 mörk Leikir Íslands á mótinu: Ísland - Skotland 15. febrúar kl. 14:00 á KSÍ TV Ísland - Wales 18. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV Ísland - Filippseyjar 21. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira