Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 21:41 Pizzan opnaði nýtt útibú í Mosfellsbæ í síðasta mánuði. Opnunin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aðsend Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“ Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“
Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent