Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:10 Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svara bréfi Sólveigar Önnu Jóndóttur, formanns Eflingar. vísir/samsett Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira