Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 20:09 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur yfirvofandi verkfall á þriðjudag ólöglegt. Stöð 2/Vísir Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10