Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. janúar 2023 09:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur óskað eftir inngripi vinnumarkaðsráðherra í deilu félagsins við ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. Þá gagnrýnir hún að ríkissáttarsemjari hafi ekki dregið tillögu sína til baka þrátt fyrir hvatningu til þess en Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá til þess að framkvæma megi atkvæðagreiðslu um tillöguna. „Þrátt fyrir augljósa lagalega annmarka, skýrar vísbendingar um hlutdrægni, stórkostlega skert traust verkalýðshreyfingarinnar á embætti ríkissáttasemjara og fjölmargar áskoranir um að embættið dragi svonefnda miðlunartillögu sína til baka hefur embættið ekki gert það, heldur þvert á móti aukið á forherðingu sína,“ skrifar Sólveig. Hún segir það hafa komið berlega í ljós á föstudag þegar ríkissáttasemjari óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að birta Eflingu fyrirkall þar sem krafist er afhendingar á félagatali Eflingar. Sólveig segir að fyrir slíku séu ekki lagalegar heimildir, eins og félagið hafi lýst í samskiptum við ríkissáttasemjara. „Í ljósi pólitískrar og stjórnsýslulegrar ábyrgðar þinnar á framlagningu ríkissáttasemjara á svokallaðri miðlunartillögu, svo og á tilhæfulausri kröfu embættisins um afhendingu gagna úr félagaskrá Eflingar, geri ég kröfu um að fá áheyrn þína án tafar,“ skrifar Sólveig og ávarpar þar Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra. Hún hefur óskað eftir fundi með ráðherra á mánudag en þann dag mun héraðsdómur taka beiðni ríkissáttasemjara fyrir og niðurstaða mun liggja fyrir í atkvæðagreiðslu Eflingarfélaga á Íslandshótelum um verkfallsboð. „Ég undirstrika við þig að um er að ræða grafalvarlegt fordæmisgefandi mál sem snýr að lögmæti stofnana aðila vinnumarkaðarins, grundvallarréttindum vinnandi fólks og því trausti sem verkafólki verður unnt að bera til opinbers ramma vinnumarkaðsmála á Íslandi til framtíðar,“ skrifar Sólveig. „Ég bið þig að vanmeta ekki þann þunga sem Efling - stéttarfélag mun fyrir sitt leyti setja í viðbrögð vegna þessa máls og eftir atvikum beina að þeim stofnunum hins opinbera sem á því bera ábyrgð. Því höfða ég til ábyrgðar þinnar sem ráðherra vinnumarkaðsmála að verða við ósk minni um fund án vífilengja.“ Bréf Sólveigar má sjá í heild sinni í færslunni hér að neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þá gagnrýnir hún að ríkissáttarsemjari hafi ekki dregið tillögu sína til baka þrátt fyrir hvatningu til þess en Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá til þess að framkvæma megi atkvæðagreiðslu um tillöguna. „Þrátt fyrir augljósa lagalega annmarka, skýrar vísbendingar um hlutdrægni, stórkostlega skert traust verkalýðshreyfingarinnar á embætti ríkissáttasemjara og fjölmargar áskoranir um að embættið dragi svonefnda miðlunartillögu sína til baka hefur embættið ekki gert það, heldur þvert á móti aukið á forherðingu sína,“ skrifar Sólveig. Hún segir það hafa komið berlega í ljós á föstudag þegar ríkissáttasemjari óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að birta Eflingu fyrirkall þar sem krafist er afhendingar á félagatali Eflingar. Sólveig segir að fyrir slíku séu ekki lagalegar heimildir, eins og félagið hafi lýst í samskiptum við ríkissáttasemjara. „Í ljósi pólitískrar og stjórnsýslulegrar ábyrgðar þinnar á framlagningu ríkissáttasemjara á svokallaðri miðlunartillögu, svo og á tilhæfulausri kröfu embættisins um afhendingu gagna úr félagaskrá Eflingar, geri ég kröfu um að fá áheyrn þína án tafar,“ skrifar Sólveig og ávarpar þar Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra. Hún hefur óskað eftir fundi með ráðherra á mánudag en þann dag mun héraðsdómur taka beiðni ríkissáttasemjara fyrir og niðurstaða mun liggja fyrir í atkvæðagreiðslu Eflingarfélaga á Íslandshótelum um verkfallsboð. „Ég undirstrika við þig að um er að ræða grafalvarlegt fordæmisgefandi mál sem snýr að lögmæti stofnana aðila vinnumarkaðarins, grundvallarréttindum vinnandi fólks og því trausti sem verkafólki verður unnt að bera til opinbers ramma vinnumarkaðsmála á Íslandi til framtíðar,“ skrifar Sólveig. „Ég bið þig að vanmeta ekki þann þunga sem Efling - stéttarfélag mun fyrir sitt leyti setja í viðbrögð vegna þessa máls og eftir atvikum beina að þeim stofnunum hins opinbera sem á því bera ábyrgð. Því höfða ég til ábyrgðar þinnar sem ráðherra vinnumarkaðsmála að verða við ósk minni um fund án vífilengja.“ Bréf Sólveigar má sjá í heild sinni í færslunni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31