Veit ekki hvernig lekann bar að Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 17:54 Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun. Vísir greindi frá nöfnum fimm keppenda í gær og fimm til viðbótar í dag. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni og hefur jafnan mikil leynd hvílt yfir atriðunum. Twitter-notandinn Crystal Ball ESC hefur hins vegar farið mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision. Vísir hefur rætt við nokkra af þeim keppendum sem eiga að stíga á stokk á morgun. Sumir hafa staðfest þátttöku sína en aðrir neitað að tjá sig. Enginn hefur neitað því að vera meðal keppenda. Alveg hægt að skemma Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar vill ekki staðfesta að nöfn flytjenda, sem hafa verið lekið, séu rétt. Hann segist ekki vita hvernig lekann bar að. „Ef maður vill skemma fyrir mómentinu hjá okkur sem á að vera alltaf þegar þátturinn er spilaður á laugardagskvöldi, ef maður er þannig þá getur maður það alveg. En á hinn bóginn er hluti af manni sem gleðst yfir því hvað það er ótrúlega mikill áhugi á keppninni. Þetta mun auka áhorfið á þáttinn okkar og við erum ánægð með það,“ segir Rúnar Freyr og hlær. „Fólk talar, það er fólk sem vinnur úti í stúdíóunum út um allan bæ. Þau eiga vini og heyra að þessi hafi verið í keppninni og svona. Og þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað háleynilegt mál, þetta varðar ekki þjóðarhagsmuni. Þetta er bara skemmtiefni sem við erum að gera saman og reyna að gleðja þjóðina,“ segir Rúnar Freyr en ítrekar að nöfn flytjenda hafi ekki verið formlega staðfest. Lögin óhult í bili Lögunum sjálfum hefur ekki verið lekið, en það gerðist til að mynda í fyrra. „Við höfum gert ráðstafanir – teljum við – til þess að sjá til þess að þau fari ekki. En svo veit maður aldrei. Þjófar eru oft klárari en eigendur hluta, eins og margir hafa lent í sjálfir, og við getum aldrei tryggt það. En við teljum okkur hafa gert ýmislegt til að passa vel upp á þetta í ár, en svo veit maður aldrei. Það eru greinilega margir að farast úr spenningi yfir því hvernig þetta fer hjá okkur.“ Söngvakeppnin hefst formlega með kynningu á lögum og flytjendum á morgun en fyrsta keppniskvöldið í beinni útsendingu verður 18. febrúar næstkomandi. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Vísir greindi frá nöfnum fimm keppenda í gær og fimm til viðbótar í dag. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni og hefur jafnan mikil leynd hvílt yfir atriðunum. Twitter-notandinn Crystal Ball ESC hefur hins vegar farið mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision. Vísir hefur rætt við nokkra af þeim keppendum sem eiga að stíga á stokk á morgun. Sumir hafa staðfest þátttöku sína en aðrir neitað að tjá sig. Enginn hefur neitað því að vera meðal keppenda. Alveg hægt að skemma Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar vill ekki staðfesta að nöfn flytjenda, sem hafa verið lekið, séu rétt. Hann segist ekki vita hvernig lekann bar að. „Ef maður vill skemma fyrir mómentinu hjá okkur sem á að vera alltaf þegar þátturinn er spilaður á laugardagskvöldi, ef maður er þannig þá getur maður það alveg. En á hinn bóginn er hluti af manni sem gleðst yfir því hvað það er ótrúlega mikill áhugi á keppninni. Þetta mun auka áhorfið á þáttinn okkar og við erum ánægð með það,“ segir Rúnar Freyr og hlær. „Fólk talar, það er fólk sem vinnur úti í stúdíóunum út um allan bæ. Þau eiga vini og heyra að þessi hafi verið í keppninni og svona. Og þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað háleynilegt mál, þetta varðar ekki þjóðarhagsmuni. Þetta er bara skemmtiefni sem við erum að gera saman og reyna að gleðja þjóðina,“ segir Rúnar Freyr en ítrekar að nöfn flytjenda hafi ekki verið formlega staðfest. Lögin óhult í bili Lögunum sjálfum hefur ekki verið lekið, en það gerðist til að mynda í fyrra. „Við höfum gert ráðstafanir – teljum við – til þess að sjá til þess að þau fari ekki. En svo veit maður aldrei. Þjófar eru oft klárari en eigendur hluta, eins og margir hafa lent í sjálfir, og við getum aldrei tryggt það. En við teljum okkur hafa gert ýmislegt til að passa vel upp á þetta í ár, en svo veit maður aldrei. Það eru greinilega margir að farast úr spenningi yfir því hvernig þetta fer hjá okkur.“ Söngvakeppnin hefst formlega með kynningu á lögum og flytjendum á morgun en fyrsta keppniskvöldið í beinni útsendingu verður 18. febrúar næstkomandi.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47