Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2023 11:05 Hinn 22 ára Yusef Muhaisen borinn til grafar en hann var meðal þeirra sem lést í átökunum við Ísraela í gær. AP/Majdi Mohammed Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira