Svava Rós í raðir Gotham Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 18:30 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni á EM í fyrra. Hún átti frábært ár í Noregi en mun á þessu ári spila í Bandaríkjunum. VÍSIR/VILHELM Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey. Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar. Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Gotham var áður þekkt sem Jersey Sky Blue og er eitt af stofnfélögum NWSL-deildarinnar sem er ein besta atvinnumannadeild heims. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í 12. og neðsta sæti, en eftir tímabilið var Spánverjinn Juan Carlos Amorós ráðinn þjálfari þess. Amorós hefur áður meðal annars stýrt Tottenham á Englandi í tæpan áratug en hann kom til Gotham eftir að hafa stýrt Houston Dash til bráðabirgða seinni hluta síðustu leiktíðar. A new name added to the squad. Welcome to #GothamFC, Svava Rós Guðmundsdóttir! #YERRRR— NJ/NY Gotham FC (@GothamFC) January 27, 2023 Svava kemur til Bandaríkjanna eftir frábæra leiktíð í Noregi þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Brann. Svövu, sem er 27 ára gömul, er eflaust ætlað að bæta úr markaleysi Gotham-liðsins en það skoraði aðeins 16 mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð og voru markahæstu leikmenn liðsins með þrjú mörk hver. Svava, sem á að baki 42 A-landsleiki, hóf meistaraflokksferil sinn með Val en lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún flutti til Noregs til að spila með Röa árið 2018. Hún lék svo einnig í tvö ár með Kristianstad í Svíþjóð og var í eitt ár hjá Bordeaux í Frakklandi áður en hún kom til Brann fyrir síðustu leiktíð. Með tilkomu Svövu verður áfram að minnsta kosti einn Íslendingur í bandarísku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafi í vikunni kvatt Orlando Pride og komið heim til Stjörnunnar.
Bandaríski fótboltinn Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira