Fjögurra ára og hámar í sig súrmat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2023 20:05 Alexander Þór, fjögurra ára , sem borðar súran mat með bestu lyst. Súrt slátur þykir honum þó allra best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk. Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira