Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Hólmfríður Gísladóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. janúar 2023 11:25 Ríkissáttasemjari Vilhelm Gunnarsson Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira