Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 14:30 Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í Idolinu síðasta föstudag. Stöð 2 Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13