Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 08:37 Ana de Armas fer með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmyndinni Blonde. Netflix Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando. Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando.
Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira