Dómsmálaráðuneytið leggur til að heimila heimabruggun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 12:56 Dómsmálaráðuneytið bendir á að margir séu að brugga, jafnvel þótt það sé bannað. Getty Dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að lögum um heimild til heimabruggunar á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að verið sé að uppfæra löggjöfina á Íslandi til samræmis við lög á öðrum Norðurlöndum. Það verður einnig áfram óheimilt að stunda heimabruggun í söluskyni, enda sé þá „um atvinnustarfsemi að ræða sem er leyfisskyld samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi“. „Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt,“ segir í tilkynningunni. „Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið.“ Svo virðist sem almenningur hafi ekki verið upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu væri refsiverður verknaður, sem benti til þess að réttarvitund almennings kynni að vera á skjön við „hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga“. „Því er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Þar sem heimabruggun sé stunduð hérlendis þrátt fyrir gildandi bann sé ófyrirséð hvort heimabruggun muni aukast verði bannið afnumið, segir í tilkynningunni. Þá sé óljóst hvort neysla muni aukast en neysla á heimabruggi myndi líklega koma í stað annarrar neyslu áfengis, í stað þess að verða viðbót. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að verið sé að uppfæra löggjöfina á Íslandi til samræmis við lög á öðrum Norðurlöndum. Það verður einnig áfram óheimilt að stunda heimabruggun í söluskyni, enda sé þá „um atvinnustarfsemi að ræða sem er leyfisskyld samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi“. „Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt,“ segir í tilkynningunni. „Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið.“ Svo virðist sem almenningur hafi ekki verið upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu væri refsiverður verknaður, sem benti til þess að réttarvitund almennings kynni að vera á skjön við „hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga“. „Því er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Þar sem heimabruggun sé stunduð hérlendis þrátt fyrir gildandi bann sé ófyrirséð hvort heimabruggun muni aukast verði bannið afnumið, segir í tilkynningunni. Þá sé óljóst hvort neysla muni aukast en neysla á heimabruggi myndi líklega koma í stað annarrar neyslu áfengis, í stað þess að verða viðbót.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði