Íslenskar systur taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 10:04 Systurnar Brynja Mary og Sara Victoria vilja verða fulltrúar Danmerkur í Eurovision sem fram fer í Liverpool í Englandi í maí næstkomandi. Aðsend Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur munu taka þátt í undankeppni danska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision. Þær kalla sig Eyjaa og ber framlagið nafnið I Was Gonna Marry Him. Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín. Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín.
Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00
Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30