Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 18. janúar 2023 23:47 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur segir stöðunina ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira
Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira