Loppumarkaðir hækka þóknun á seldum vörum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 11:31 Brynja Dan segir síðustu ár hafa verið mjög erfið, rekstrarlega séð Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg. „Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%. Verslun Neytendur Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Sjá meira
„Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%.
Verslun Neytendur Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent