Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. janúar 2023 22:31 Sólveig Anna segir það taka einhverja daga að skipuleggja verkfallsboðun. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50