Aron: Ætla ekki að kenna því um Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 21:58 Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Ungverjum í kvöld. Hann sagði tapaða bolta og dauðafæri hafa verið dýr. „Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32