Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 19:50 Samninganefnd Eflingar undirbýr nú verkfallstillögur. Vísir/Vilhelm Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira