Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:27 Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton, búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. Getty Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play.
Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira