Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 14:09 Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi með Eflingu í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49