Spennandi 2023: Eurovision í Liverpool, kóngur krýndur í London og miklu skárra jólafrí Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 14:00 Stiklað er á stóru yfir það sem er á döfinni á komandi ári. Karl III verður krýndur konungur, Indland mun taka fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og kosningar eru fyrirhugaðar víða um heim. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel. Fréttir ársins 2022 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira