Spennandi 2023: Eurovision í Liverpool, kóngur krýndur í London og miklu skárra jólafrí Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 14:00 Stiklað er á stóru yfir það sem er á döfinni á komandi ári. Karl III verður krýndur konungur, Indland mun taka fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og kosningar eru fyrirhugaðar víða um heim. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira