Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:00 Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson er einn af viðmælendum Audda í Tónlistarmönnunum okkar. Vísir/Vilhelm Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. Tvö ár eru síðan fyrsta þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar var sýnd á Stöð 2. Sú þáttaröð naut mikilla vinsælda og því var ákveðið að endurtaka leikinn, enda nóg af frábæru tónlistarfólki hér á landi. Viðmælendur í nýju þáttaröðinni eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Björgvin Halldórsson, Mugison, Sigga Beinteins, Andrea Gylfadóttir og Valdimar Guðmundsson. „Við byrjuðum að taka þessa þáttaröð upp jólin 2021, þá fórum við á Jólagesti Björgvins. Það voru fyrstu tökurnar. Síðasti tökudagur var svo bara núna um daginn þegar við fórum aftur á Jólagesti. Við byrjuðum á Björgvin og enduðum á Björgvin,“ segir Auddi í samtali við Vísi. Auðunn Blöndal er umsjónarmaður þáttanna.Vísir/Vilhelm Nanna Bryndís kom mest á óvart Tökur stóðu því yfir í heilt ár og hitti Auddi viðmælendur sína reglulega yfir tímabilið sem Auddi telur að skapi dýpri tengingu við viðmælendur. „Ég held það sé mjög mikill munur á því þegar fólk mætir einu sinni í eitt viðtal og að vera að hitta viðmælendur svona oft yfir langt tímabil eins og við erum að gera. Það er mjög lítið teymi í kringum þættina, þannig það myndast bara mjög þægileg og persónuleg stemning, frekar en að þetta sé hefðbundið viðtal.“ Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er fyrsti viðmælandi þáttaraðarinnar. Auddi segir að Nanna sé jafnframt sá viðmælandi sem hafi komið hvað mest á óvart. „Fólk veit ekkert mikið um hana Nönnu. Þeir sem hafa séð þann þátt uppi í vinnu, þeim fannst alveg geggjað að fá að kynnast henni.“ Önnur þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið 15. janúar.stöð 2 Björgvin Halldórsson opnar sig Þó svo að flestir tónlistarmennirnir í þáttunum hafi farið í fjölmörg viðtöl í gegnum tíðina telur Auddi að áhorfendur fái að kynnast þeim í nýju ljósi. „Við reynum að spyrja fólk út í hitt og þetta. Bjöggi opnar sig vel þarna í sínum þætti.“ En í stiklu fyrir þættina má heyra Björgvin rifja upp gamlar og góðar bransasögur. „Og svo fóru efnin að koma - hassið,“ segir Björgvin í stiklunni. Auddi spyr hann þá hvort hann hafi verið að fá sér. „Já menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi,“ svarar Björgvin. Tónlistarmennirnir okkar verða á dagskrá á Stöð 2 á sunnudögum í vetur. Fyrsti þáttur verður sýndur 15. janúar og segir Auddi að áhorfendur eigi von á sannkallaðri veislu. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - stikla Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Hann er raunverulegur snillingur, trúðu mér“ Síðasti gesturinn í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Þar ræddi Auðunn Blöndal við Daníel Ágúst Haraldsson um feril hans í músíkinni en hann hefur bæði verið í Ný Dönsk í yfir 30 ár og lengi einnig komið fram með sveitinni GusGus. 15. febrúar 2021 13:31 „Erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli“ Birgitta Haukdal var ein allra vinsælasta poppstjarna landsins í kringum aldamótin og það í nokkur ár. Hún kom ávallt fram með sveit sinni Írafár og voru vinsældirnar það miklar að framleidd var sérstök Birgittu dúkka sem var seld í verslunum Hagkaupa. 1. febrúar 2021 13:30 „Það bara hrundi allt“ „Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 18. janúar 2021 13:31 Gæsahúðarstikla úr Tónlistarmönnunum okkar Snemma á næsta ári mun Auðunn Blöndal fara af stað með nýja þætti sem nefnast Tónlistarmennirnir okkar og verða með svipuðu sniði og Atvinnumennirnir okkar. 16. desember 2020 11:30 Tónlistarmennirnir okkar næsta verkefni Auðuns Blöndal Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. 13. desember 2019 07:00 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Tvö ár eru síðan fyrsta þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar var sýnd á Stöð 2. Sú þáttaröð naut mikilla vinsælda og því var ákveðið að endurtaka leikinn, enda nóg af frábæru tónlistarfólki hér á landi. Viðmælendur í nýju þáttaröðinni eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Björgvin Halldórsson, Mugison, Sigga Beinteins, Andrea Gylfadóttir og Valdimar Guðmundsson. „Við byrjuðum að taka þessa þáttaröð upp jólin 2021, þá fórum við á Jólagesti Björgvins. Það voru fyrstu tökurnar. Síðasti tökudagur var svo bara núna um daginn þegar við fórum aftur á Jólagesti. Við byrjuðum á Björgvin og enduðum á Björgvin,“ segir Auddi í samtali við Vísi. Auðunn Blöndal er umsjónarmaður þáttanna.Vísir/Vilhelm Nanna Bryndís kom mest á óvart Tökur stóðu því yfir í heilt ár og hitti Auddi viðmælendur sína reglulega yfir tímabilið sem Auddi telur að skapi dýpri tengingu við viðmælendur. „Ég held það sé mjög mikill munur á því þegar fólk mætir einu sinni í eitt viðtal og að vera að hitta viðmælendur svona oft yfir langt tímabil eins og við erum að gera. Það er mjög lítið teymi í kringum þættina, þannig það myndast bara mjög þægileg og persónuleg stemning, frekar en að þetta sé hefðbundið viðtal.“ Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er fyrsti viðmælandi þáttaraðarinnar. Auddi segir að Nanna sé jafnframt sá viðmælandi sem hafi komið hvað mest á óvart. „Fólk veit ekkert mikið um hana Nönnu. Þeir sem hafa séð þann þátt uppi í vinnu, þeim fannst alveg geggjað að fá að kynnast henni.“ Önnur þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið 15. janúar.stöð 2 Björgvin Halldórsson opnar sig Þó svo að flestir tónlistarmennirnir í þáttunum hafi farið í fjölmörg viðtöl í gegnum tíðina telur Auddi að áhorfendur fái að kynnast þeim í nýju ljósi. „Við reynum að spyrja fólk út í hitt og þetta. Bjöggi opnar sig vel þarna í sínum þætti.“ En í stiklu fyrir þættina má heyra Björgvin rifja upp gamlar og góðar bransasögur. „Og svo fóru efnin að koma - hassið,“ segir Björgvin í stiklunni. Auddi spyr hann þá hvort hann hafi verið að fá sér. „Já menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi,“ svarar Björgvin. Tónlistarmennirnir okkar verða á dagskrá á Stöð 2 á sunnudögum í vetur. Fyrsti þáttur verður sýndur 15. janúar og segir Auddi að áhorfendur eigi von á sannkallaðri veislu. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - stikla
Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Hann er raunverulegur snillingur, trúðu mér“ Síðasti gesturinn í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Þar ræddi Auðunn Blöndal við Daníel Ágúst Haraldsson um feril hans í músíkinni en hann hefur bæði verið í Ný Dönsk í yfir 30 ár og lengi einnig komið fram með sveitinni GusGus. 15. febrúar 2021 13:31 „Erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli“ Birgitta Haukdal var ein allra vinsælasta poppstjarna landsins í kringum aldamótin og það í nokkur ár. Hún kom ávallt fram með sveit sinni Írafár og voru vinsældirnar það miklar að framleidd var sérstök Birgittu dúkka sem var seld í verslunum Hagkaupa. 1. febrúar 2021 13:30 „Það bara hrundi allt“ „Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 18. janúar 2021 13:31 Gæsahúðarstikla úr Tónlistarmönnunum okkar Snemma á næsta ári mun Auðunn Blöndal fara af stað með nýja þætti sem nefnast Tónlistarmennirnir okkar og verða með svipuðu sniði og Atvinnumennirnir okkar. 16. desember 2020 11:30 Tónlistarmennirnir okkar næsta verkefni Auðuns Blöndal Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. 13. desember 2019 07:00 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
„Hann er raunverulegur snillingur, trúðu mér“ Síðasti gesturinn í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Þar ræddi Auðunn Blöndal við Daníel Ágúst Haraldsson um feril hans í músíkinni en hann hefur bæði verið í Ný Dönsk í yfir 30 ár og lengi einnig komið fram með sveitinni GusGus. 15. febrúar 2021 13:31
„Erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli“ Birgitta Haukdal var ein allra vinsælasta poppstjarna landsins í kringum aldamótin og það í nokkur ár. Hún kom ávallt fram með sveit sinni Írafár og voru vinsældirnar það miklar að framleidd var sérstök Birgittu dúkka sem var seld í verslunum Hagkaupa. 1. febrúar 2021 13:30
„Það bara hrundi allt“ „Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 18. janúar 2021 13:31
Gæsahúðarstikla úr Tónlistarmönnunum okkar Snemma á næsta ári mun Auðunn Blöndal fara af stað með nýja þætti sem nefnast Tónlistarmennirnir okkar og verða með svipuðu sniði og Atvinnumennirnir okkar. 16. desember 2020 11:30
Tónlistarmennirnir okkar næsta verkefni Auðuns Blöndal Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. 13. desember 2019 07:00