Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 19:00 Cloé Lacasse fagnar einu af mörkum sínum í Meistaradeild Evrópu. Twitter@DAZNFootball Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar. Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira