Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir með öðrum hætti en flugeldakaupum. Vísir Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti. Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti.
Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði