Er einhver eftir í Keflavík? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 07:00 Það eru ekki margir leikmenn eftir í meistaraflokki karla í fótbolta hjá Keflavík. Vísir/Diego Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn