Landsliðsþjálfarinn segist ekki vera á móti gagnrýni ef hún er byggð á þekkingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 23:00 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Juan Manuel Serrano/Getty Images Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta síðan Arnar Þór Viðarsson tók við því árið 2020. Ásamt vandamálum utan vallar þá hefur liðið legið undir gagnrýni fyrir spilamennsku sína. Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira