Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 11:05 Ráðherrar úthluta jafnan fjárstyrkjum í aðdraganda jóla. Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira