Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2022 12:38 Helgi Jensson. Stjr Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023. Á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Helgi hafi lokið meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hlotið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. „Hann lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun árið 2018 og hefur auk þess sótt sér ýmiskonar viðbótarmenntun bæði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 1989-2006 starfaði Helgi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði við störf löglærðs fulltrúa, þ.m.t. dómstörf sem þá voru á hendi sýslumanna, utan áranna 1998-1999 þegar hann starfaði við eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Frá árinu 1992 gegndi Helgi stöðu staðgengils sýslumanns á Seyðisfirði. Árið 2006 færði Helgi sig yfir til embættis sýslumanns á Eskifirði þar sem hann gegndi stöðu fulltrúa og staðgengils sýslumanns fram til ársins 2014 og starfaði þar m.a. við lögreglustjórn, stjórnun rannsókna lögreglumála og saksókn auk hefðbundinna verkefna er undir sýslumann heyra. Frá árinu 2015 hefur Helgi gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið tímabundið settur sýslumaður í nokkur skipti sem og settur héraðsdómari á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sex sóttu um embættið, en skipað er í embættið til fimm ára. Sérstakri hæfnisnefnd var falið að fara yfir umsóknirnar og skilaði nefndin ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum síðari hluta árs og gegnt stöðunum tveimur samhliða. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Helgi hafi lokið meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hlotið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. „Hann lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun árið 2018 og hefur auk þess sótt sér ýmiskonar viðbótarmenntun bæði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 1989-2006 starfaði Helgi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði við störf löglærðs fulltrúa, þ.m.t. dómstörf sem þá voru á hendi sýslumanna, utan áranna 1998-1999 þegar hann starfaði við eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Frá árinu 1992 gegndi Helgi stöðu staðgengils sýslumanns á Seyðisfirði. Árið 2006 færði Helgi sig yfir til embættis sýslumanns á Eskifirði þar sem hann gegndi stöðu fulltrúa og staðgengils sýslumanns fram til ársins 2014 og starfaði þar m.a. við lögreglustjórn, stjórnun rannsókna lögreglumála og saksókn auk hefðbundinna verkefna er undir sýslumann heyra. Frá árinu 2015 hefur Helgi gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið tímabundið settur sýslumaður í nokkur skipti sem og settur héraðsdómari á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sex sóttu um embættið, en skipað er í embættið til fimm ára. Sérstakri hæfnisnefnd var falið að fara yfir umsóknirnar og skilaði nefndin ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum síðari hluta árs og gegnt stöðunum tveimur samhliða.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47